Innlent

Vonast til að seðlabankafrumvarp komist á dagskrá í dag

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist í gærkvöldi vonast til þess að seðlabankafrumvarpið komist á dagskrá Alþingis í dag, eftir að þinghald fór út um þúfur í gær þegar ljóst varð að frumvarpið sæti fast í viðskiptanefnd.

Stjórnarflokkarnir höfðu vonast til að þriðju mræðu um frumvarpið lyki í gær og það yrði að lögum í gærkvöldi, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og annar fulltrúi Framsóknarflokks í viðskiptanefnd samþykktu í gær að fresta afgreiðslu frumvarpsins frá nefndinni, þar til nýjar reglur Evrópusambandsins um eftirlit með fjármálamörkuðum lægju fyrir, en þær eru væntanlegar á morgun. Þingfundur á að hefjast klukkan hálftvö í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×