Handbolti

Guðmundur í framboð til forseta IHF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, með Alfreð Gíslasyni fyrrum landsliðsþjálfara.
Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, með Alfreð Gíslasyni fyrrum landsliðsþjálfara. Mynd/Hari

Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþjóðlega handknattleikssambandsins á ársþingi sambandsins sem fer fram dagana 3.-7. júní næstkomandi. Alls verða þrír Íslendingar í framboði til ýmissa embætta á þinginu.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins í dag en auk Guðmundar gefur núverandi forseti, hinn umdeildi Hassan Moustafa frá Egyptalandi, kost á sér á ný. Þá gefur Jean Kaiser frá Lúxemborg einnig kost á sér í embættið.

Spánverjinn Migual Roca Mas gefur ekki kost á sér til endurkjörs í embætti gjaldkera. Gunnar K. Gunnarsson er einn fjögurra sem gefur kost á sér í embættið og er hann einn fjögurra frambjóðenda. Hinir eru frá Króatíu, Finnlandi og Túnis.

Þá gefur Jóhann Ingi Gunnarsson kost á sér til embættis formanns fræðslu- og þjálfaranefndar IHF. Þar gefur ríkjandi formaður, Naser Abu Marzouq frá Kúveit, kost á sér til endurkjörs. Þriðji frambjóðandinn er frá Suður-Kóreu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×