Nakin skortsala ein ástæðan fyrir gjaldþroti Lehman Brothers 19. mars 2009 13:02 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir stærsta bankagjaldþrot sögunnar ef að miðlurum á Wall Strret hefði verið bannað að nota umdeildasta vopnið í búri sínu, nakta skortsölu. Þegar Lehman Brothers bankinn barðist fyrir lífi sínu voru tæplega 33 milljónir hluta í bankanum seldir án þess að vera afhentir kaupendum sínum á tíma eða 11. september samkvæmt upplýsingum sem fjármálaeftirliti Bandaríkjanna (SEC) og Bloomberg-fréttaveitan hafa safnað saman. Þarna var um nakta skortsölu að ræða. Nakin skortsala er frábrugðin venjulegri skortsölu að því leyti að viðkomandi verðbréfamiðlari fær ekki hlutabréfin að láni áður en hann selur þau. Miðlarinn hefur samkvæmt reglum markaðarins þrjá daga til að fá hin seldu bréf að láni. Ef honum tekst það ekki eru viðskiptin skráð sem „afhending mistókst" í miðlunarkerfinu eða „failure to deliver". Ástæðan fyrir því að nakin skortsala er leyfð í Bandaríkjunum er til þess að halda flæðinu í markaðsviðskiptum betur gangandi. Reglur um þetta voru hertar verulega árið 2005 en misnotkun er auðveld, sérstaklega ef miðlarar koma af stað orðrómi um slæma stöðu félags sem þeir taka skortsölustöðu í. „Við höfum annað orð yfir þetta í Brooklyn," segir Harvey Pitt fyrrum formaður SEC. „Og það orð er fjársvik". Tvisvar á síðasta ári komu tilkynningar um hundruð þúsunda af „afhending mistókst" ´á sama tíma og víðtækur orðrómur var í gangi um Lehman Brothers. Fyrri orðrómurinn var um að verið væri að yfirtaka bankann á undirverði og hinn um að bankinn væri að tapa tveimur af viðskiptafélögum sínum. Í báðum tilvikum var enginn fótur fyrir orðróminum. Eftir að hinn 158 ára gamli fjárfestingarbanki varð gjaldþrota þann 15. september s.l. með 613 milljarða dollara í skuldum sagði forstjóri hans, Richard Fuld, fyrir þingnefnd í október að skortsalar hefðu fætt af sér gjaldþrotið. Þingmenn trúðu hinsvegar ekki þeirri skýringu á gjaldþrotinu. Bloomberg segir að samt sem áður sýni gögn frá SEC að nakin skortsala átti hlut í falli bæði Lehman Brothers og Bear Stearns á síðasta ári. Og nakin skortsala hefur aukist gífurlega frá árinu 1995. Það ár var tilkynnt um „afhending mistókst" að upphæð rúmlega 838 milljónir dollara. Árið 2007 var þessi upphæð komin upp í 7,4 milljarða dollara. Hvað Bear Stearns bankann varðar má nefna að slíkar tilkynningar náðu yfir 1,2 milljón hluti í bankanum þann 17. mars á síðasta ári, daginn eftir að JPMorgan tilkynnti um kaup sín á bankanum fyrir 2 dollara á hlutinn. Til samanburðar má nefna að á vikutímabili árið áður þegar slíkar tilkynningar náðu hámarki hvað Bear Stearns varðar náðu tilkynningarnar yfir 364.000 hluti í bankanum. Þann 18. september s.l. tveimur dögum eftir gjaldþrot Lehman Brothers náðu tilkynningar um afhending mistókst yfir tæplega 50 milljón hluti í bankanum eða 23% af öllum viðskiptunum með hlutina. Í framhaldinu tilkynnti SEC að skortsala væri bönnuð fram að 17. október. Þetta bann hafði engin áhrif á umfang skortsölunnar. Samkvæmt upplýsingum SEC, kauphallarinnar í New York og Bloomberg, nam skortsala tæplega 25% af öllum viðskiptum með hluti í Morgan Stanley, Merrill Lynch og Goldman Sachs á þeim tíma sem slíkt var bannað. Og fyrir árið 2008 í heild nam slík skortsala að meðaltali 37,5% af öllum viðskiptum með hluti í þessum þremur bönkum. Hingað til hefur rannsókn SEC á þessum skortsölum ekki skilað neinu af sér og menn furða sig á því. „Þetta er ekki óljós slóð af brauðmylsnu. Slóðin er jafnaugljós og brautarljós á flugvelli. Þú getur séð hana í mílufjarlægð," segir fyrrum starfsmaður SEC. „Legðu hald á tölvupósta. Finndu út hver stóð að baki orðrómunum og hver var umfangsmikill í skortsölunni. Þá nærðu í skottið á þeim sem spiluðu með markaðinn." Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir stærsta bankagjaldþrot sögunnar ef að miðlurum á Wall Strret hefði verið bannað að nota umdeildasta vopnið í búri sínu, nakta skortsölu. Þegar Lehman Brothers bankinn barðist fyrir lífi sínu voru tæplega 33 milljónir hluta í bankanum seldir án þess að vera afhentir kaupendum sínum á tíma eða 11. september samkvæmt upplýsingum sem fjármálaeftirliti Bandaríkjanna (SEC) og Bloomberg-fréttaveitan hafa safnað saman. Þarna var um nakta skortsölu að ræða. Nakin skortsala er frábrugðin venjulegri skortsölu að því leyti að viðkomandi verðbréfamiðlari fær ekki hlutabréfin að láni áður en hann selur þau. Miðlarinn hefur samkvæmt reglum markaðarins þrjá daga til að fá hin seldu bréf að láni. Ef honum tekst það ekki eru viðskiptin skráð sem „afhending mistókst" í miðlunarkerfinu eða „failure to deliver". Ástæðan fyrir því að nakin skortsala er leyfð í Bandaríkjunum er til þess að halda flæðinu í markaðsviðskiptum betur gangandi. Reglur um þetta voru hertar verulega árið 2005 en misnotkun er auðveld, sérstaklega ef miðlarar koma af stað orðrómi um slæma stöðu félags sem þeir taka skortsölustöðu í. „Við höfum annað orð yfir þetta í Brooklyn," segir Harvey Pitt fyrrum formaður SEC. „Og það orð er fjársvik". Tvisvar á síðasta ári komu tilkynningar um hundruð þúsunda af „afhending mistókst" ´á sama tíma og víðtækur orðrómur var í gangi um Lehman Brothers. Fyrri orðrómurinn var um að verið væri að yfirtaka bankann á undirverði og hinn um að bankinn væri að tapa tveimur af viðskiptafélögum sínum. Í báðum tilvikum var enginn fótur fyrir orðróminum. Eftir að hinn 158 ára gamli fjárfestingarbanki varð gjaldþrota þann 15. september s.l. með 613 milljarða dollara í skuldum sagði forstjóri hans, Richard Fuld, fyrir þingnefnd í október að skortsalar hefðu fætt af sér gjaldþrotið. Þingmenn trúðu hinsvegar ekki þeirri skýringu á gjaldþrotinu. Bloomberg segir að samt sem áður sýni gögn frá SEC að nakin skortsala átti hlut í falli bæði Lehman Brothers og Bear Stearns á síðasta ári. Og nakin skortsala hefur aukist gífurlega frá árinu 1995. Það ár var tilkynnt um „afhending mistókst" að upphæð rúmlega 838 milljónir dollara. Árið 2007 var þessi upphæð komin upp í 7,4 milljarða dollara. Hvað Bear Stearns bankann varðar má nefna að slíkar tilkynningar náðu yfir 1,2 milljón hluti í bankanum þann 17. mars á síðasta ári, daginn eftir að JPMorgan tilkynnti um kaup sín á bankanum fyrir 2 dollara á hlutinn. Til samanburðar má nefna að á vikutímabili árið áður þegar slíkar tilkynningar náðu hámarki hvað Bear Stearns varðar náðu tilkynningarnar yfir 364.000 hluti í bankanum. Þann 18. september s.l. tveimur dögum eftir gjaldþrot Lehman Brothers náðu tilkynningar um afhending mistókst yfir tæplega 50 milljón hluti í bankanum eða 23% af öllum viðskiptunum með hlutina. Í framhaldinu tilkynnti SEC að skortsala væri bönnuð fram að 17. október. Þetta bann hafði engin áhrif á umfang skortsölunnar. Samkvæmt upplýsingum SEC, kauphallarinnar í New York og Bloomberg, nam skortsala tæplega 25% af öllum viðskiptum með hluti í Morgan Stanley, Merrill Lynch og Goldman Sachs á þeim tíma sem slíkt var bannað. Og fyrir árið 2008 í heild nam slík skortsala að meðaltali 37,5% af öllum viðskiptum með hluti í þessum þremur bönkum. Hingað til hefur rannsókn SEC á þessum skortsölum ekki skilað neinu af sér og menn furða sig á því. „Þetta er ekki óljós slóð af brauðmylsnu. Slóðin er jafnaugljós og brautarljós á flugvelli. Þú getur séð hana í mílufjarlægð," segir fyrrum starfsmaður SEC. „Legðu hald á tölvupósta. Finndu út hver stóð að baki orðrómunum og hver var umfangsmikill í skortsölunni. Þá nærðu í skottið á þeim sem spiluðu með markaðinn."
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira