Lífið

Þungavigtarfólk í dómnefnd

guðrún edda þórhannesdóttir
Framkvæmdastjóri Nordisk Panorama er hæstánægð með dómnefndina á Nordisk Panorama.fréttablaðið/stefán
guðrún edda þórhannesdóttir Framkvæmdastjóri Nordisk Panorama er hæstánægð með dómnefndina á Nordisk Panorama.fréttablaðið/stefán

„Ég held að hún hafi sjaldan verið jafnflott dómnefndin á Nordisk Panorama,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem stendur yfir fram í næstu viku. „Ísland virðist trekkja að stærri nöfn en hin Norðurlöndin.“

Þrír þungavigtarmenn úr alþjóðlegum kvikmyndaheimi eru í dómnefnd þessarar stutt- og heimildar­myndahátíðar. Þeir eru Frederic Boyer sem verður listrænn stjórnandi yfir Director"s Fortnight-dagskránni á Cannes-hátíðinni næsta vor, Trevor Groth, sem stjórnar vali á myndum á Sundance-hátíðina, og Sharon Badal, dagskrárstjóri í stuttmyndaflokki fyrir Tribeca-hátíðina. Meðfram dómnefndarstörfum sínum ætla þau að leita að myndum á Nordisk Panorama til að sýna á sínum hátíðum.

„Ef þú ert valinn inn á réttu hátíðina hjálpar það mikið við alla sölu og til að vekja athygli á myndinni,“ segir Guðrún Edda og bætir við að mikill fengur sé að fá þetta fólk til landsins.

Um 450 aðilar úr kvikmyndabransanum taka þátt í Nordisk Panorama og hittast meðal annars í Iðnó þar sem myndir ganga kaupum og sölum. Starfsmenn sjónvarpsstöðva á borð við hina frönsku Canal+ og Arte, auk kanadísku heimildarmyndahátíðarinnar Hot Docs verða á svæðinu í von um að veiða til sín gæðamyndir. Einnig verður hér staddur blaðamaðurinn Eric Legendre frá hinu virta bandaríska kvikmyndariti Variety sem ætlar að gera Nordisk Panorama sérlega góð skil. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.