Fótbolti

Kannski lélegasti leikurinn á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson byrjaði tímabilið ekki vel í Noregi.
Kristján Örn Sigurðsson byrjaði tímabilið ekki vel í Noregi. Mynd/Vilhelm

Kristján Örn Sigurðsson fékk harða gagnrýni frá norska blaðinu VG eftir leik Brann í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildinni og hefur blaðið eftir íslenska landsliðsmanninum að hann hafi líklega aldrei spilað verr.

„Ég gaf tvö mörk og kannski er þetta lélegasti leikurinn á ferlinum," sagði Kristján Örn í viðtali við Verdens Gang.

Malick Mané skoraði tvívegis fyrir Sandefjord eftir mistök Kristjáns. Fyrst misreiknaði Kristján langa sendingu þannig að Mané slapp í gegn og í seinna skiptið missti Kristján Mané klaufalega framhjá sér við endalínuna og Mané nýtti sér það vel.

Kristján Örn fékk lægstu einkunn hjá VG og varð fyrsti leikmaður til að fá ás síðan á Ármann Smári Björnsson fékk ás í 0-6 tapi Brann fyrir Lyn 16. júní 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×