Viðskipti erlent

Þrír Íslendingar segja sig úr stjórn Aurum Holdings

Þrír Íslendingar, Þau Kristín Jóhannesdóttir, Pálmi Haraldsson og Pétur Már Halldórsson hafa sagt sig úr stjórn Aurum Holdings í Bretlandi. Fjórði maðurinn, sem var í stjórninni á vegum Baugs, Andras Szirtes, er einnig horfinn á brott.

Undir Aurum Holdings heyra skartgripa- og úraverslanakeðjurnar Goldsmiths, Watches of Switzerland, Mappin & Webb og Mydiamonds.com. Baugur átti 37,8% í Aurum en PwC hefur tekið við stjórn þess hlutar fyrir hönd skilanefndar Landsbankans.

Samvkæmt frétt um málið í breska blaðinu Independant mun PwC ætla að skipa sitt eigið fólki í þessar stjórnarstöður.

Þessi stjórnarskipti muni ekki hafa nein áhrif á rekstur fyrrgreindra verslunarkeðja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×