Viðskipti erlent

Selja tvær þyrlur á 700 milljónir

Chris Ronnie hafði tvær þyrlur til taks sem forstjóri JJB Sports
Chris Ronnie hafði tvær þyrlur til taks sem forstjóri JJB Sports

Sportvöruverslunarkeðjan JJB Sports, þar sem Exista er stærsti hluthafinn, hefur ákveðið að selja tvær þyrlur sem voru í eigu fyrirtækisins fyrir um sjö hundruð milljónir. JJB Sports rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti.

Þyrlurnar voru notaðar af brottreknum forstjóra félagsins Chris Ronnie en hann var viðskiptafélagi Exista. The Sunday Times hefur eftir ónafngreindum heimildamanni að ein þyrla sé dekur jafnvel hjá risastóru fyrirtæki en að eiga tvær sé algjörlega óafsakanlegt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×