Beðið er sprotafregna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 02:30 Kimberly Romaine „Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún. Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún.
Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira