Erlent

Heimsmet í lottóvinning hugsanlega slegið í kvöld

Lottó.
Lottó.

Vinningshafinn í Euromilljóna lottóinu fjölþjóðlegea gæti slegið heimsmet ef hann situr eingöngu einn að vinningnum. Um er að ræða Lotto leik sem sex stórþjóðir taka þátt í. Það er að segja, Írland, Bretland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Austurríki, Sviss, Belgíu og svo Luxemburg.

Vinningsféð í Lottóinu í kvöld voru 126 milljónir evra.

Aldrei hefur einstaklingur unnið svo mikinn pening í Lottói. Fyrra metið áttið ítalska lottóið Suprenalotto en þá sigraði einstaklingur 81 milljón evra. Sá vinningur féll í skaut heppins vinningashafa í október síðastliðnum.

Ekki er búið að finna sigurvegaranna en búast má við að vinningurinn gæti orðið mikil búbót á krepputímum.

Fyrir áhugasama þá voru vinningstölurnar 04, 23, 24, 29, 31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×