Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköpings máttu þola sárt tap, 2-1, gegn Umeå í dag. Sigur Umeå þótti ekki sanngjarn þar sem Linköpings réð lengstum ferðinni.
Margrét Lára var í byrjunarliði Linköpings en fór af velli á 55. mín. Umeå á toppnum með 27 stig en Linköpings í fjórða sæti með 20 stig.
Örebro er aftur á móti á fínni siglingu en Örebro-stelpurnar lögðu Malmö, 2-1, í dag. Örebro komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig en Malmö er í fimmta sæti með 19 stig.
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku allan leikinn fyrir Örebro og Dóra Stefánsdóttir lék í 73 mínútur fyrir Malmö.