Viðskipti erlent

Óbreytti vextir á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet
Jean-Claude Trichet

Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í einu prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri.

Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi í gær bankastjórnina ekki hafa í hyggju að lækka vextina frekar í bráð.

Bloomberg-fréttastofan segir ekki einhug innan bankastjórnarinnar enda vilji sumir stjórnarmenn feta sömu stigu og kollegar þeirra hjá bandaríska seðlabankanum og Englandsbanka og færa stýrivexti nálægt núlli.

Trichet vísaði ágreiningi innan bankastjórnarinnar á bug í dag og sagði þvert á móti að ákvörðunin nú hafi verið samhljóða. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×