Fótbolti

Podolski á leið til Köln á ný

NordicPhotos/GettyImages

Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski mun að öllum líkindum ganga í raðir síns gamla félags Köln í þýsku úrvalsdeildinni næsta sumar.

Podolski hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í byrjunarliði Bayern Munchen undanfarin misseri þar sem hann er þriðji kostur fyrir aftan þá Luca Toni og Miroslav Klose og hefur oftar en ekki uppskorið skammir frá Franz Beckenbauer og félögum hjá Bayern.

Forráðamenn Bayern og Köln áttu fund í dag og segja báðir aðilar að viðræður gangi vel og vonast til að botn komist í málið í næstu viku.

Podolski, sem er 23 ára gamall, komst til metorða ungur að aldri hjá Köln en hefur sem fyrr segir ekki náð sér almennilega á strik hjá Bayern þrátt fyrir að gera oft gott mót með þýska landsliðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×