Sá hæfasti var ráðinn 18. mars 2009 16:57 Röskva hefur síðustu daga sent frá sér yfirlýsingar um nýlega ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Yfirlýsingarnar eru því miður svo uppfullar af röngum staðhæfingum og ómerkilegum málflutningi, sem nú hefur ratað í fjölmiðla, að óhjákvæmilegt er orðið að svara honum og leiðrétta með þessari yfirlýsingu. Um stöðu framkvæmdastjóra SHÍ sóttu þrír einstaklingar. Meðal þeirra voru þau Jóhann Már Helgason og Júlía Þorvaldsdóttir, auk þriðja aðila sem skal vera ónefndur en sá aðili hefur kosið að opinbera ekki umsókn sína. Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal þar sem farið var yfir þau hæfisskilyrði sem auglýst var eftir - en tekið skal fram að þau hæfisskilyrði voru samþykkt einróma af báðum fylkingum innan stjórnar SHÍ. Þrjú atriði urðu til þess að Jóhann Már var ráðinn í starf framkvæmdastjóra SHÍ umfram Júlíu. Þau atriði voru eftirfarandi: 1. Jóhann Már var eini umsækjandinn sem uppfyllti allar hæfiskröfur sem óskað var eftir með fullnægjandi hætti. Jóhann hefur góða bókhaldsþekkingu en hann var áður ráðinn framkvæmdastjóri garðyrkjufyrirtækis sem þá hafði starfað í þrjú ár. Jóhann hefur einnig afburða reynslu af störfum innan Háskólans og SHÍ en hann hefur setið í Stúdentaráði, hagsmunanefnd, samgönguráði, stjórn Politica og fleiri nefndum á vegum ráðsins. Einnig sat Jóhann í stórhátíðarnefnd sem stóð að skipulagningu Októberfest og nýnemadaganna sem eru stærstu stórviðburðirnir á vegum Stúdentaráðs og eru stór þáttur í árlegum rekstri ráðsins. Á síðastliðnu starfsári sat Jóhann í stjórn stúdentasjóðs en á degi hverjum kemur fjöldi fyrirspurna til skrifstofu SHÍ um störf sjóðsins og reglur hans. Þess skal getið að engar menntunarkröfur voru gerðar til starfsins. Að ofangreindu metnu varð að taka tillit til þeirrar afburða reynslu sem Jóhann hafði af störfum innan SHÍ. 2. Framkvæmdastjóri SHÍ getur starfsins vegna þurft að sitja stjórnarfundi Félagsstofnunar Stúdenta sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsis og tillögurétt. Inn á þá fundi koma meðal annars ýmis trúnaðarmál er varða Félagsstofnun Stúdenta, en stofnunin er í ákveðinni samkeppni við Byggingarfélag Námsmanna. Júlía Þorvaldsdóttir situr í stjórn Byggingarfélags Námsmanna. Hér er um hagsmunaárekstur að ræða. Það er óheppilegt. 3. Jóhann Már gat hafið störf strax og var tilbúinn til að vinna mikla yfirvinnu launalaust. Aðspurð sagðist Júlía líklega geta losnað fljótlega úr starfi framkvæmdastjóra SKHÍ en hún þyrfti þó svigrúm til að sinna áfram verkefnum frá fyrra starfi. Hún kom með þá tillögu að annar hinna umsækjendanna myndi sinna starfi framkvæmastjóra SHÍ til 1. september en þá myndi hún taka við starfinu. Ráðið er til eins árs í stöðu framkvæmdastjóra SHÍ svo ráðningartímabilið yrði hálfnað er Júlía hæfi störf að fullu. Það er óheppilegt. Í yfirlýsingum sínum hefur Röskva haldið því fram að ráðningu Jóhanns Más megi einvörðungu rekja til þess að hann sé kærasti formanns SHÍ, Hildar Björnsdóttur, og að ekki hafi verið tekið mið af hæfi hans. Þykir undirrituðum það miður og ómaklegt að ekki hafi komið fram í yfirlýsingum Röskvu að Júlía og formaður SHÍ eru tengdar nánum fjölskylduböndum, en eiginmaður Júlíu er náfrændi Hildar og uppeldisbróðir móður hennar. Vegna ofangreindra tengsla formanns SHÍ við þau bæði, Jóhann Má og Júlíu, sagði hún sig strax alfarið frá ráðningarferlinu og kom hvergi nálægt því. Þetta vissu þau bæði Jóhann og Júlía. Þetta vita einnig þeir fulltrúar Röskvu sem nú halda því fram að ófagleg sjónarmið hafi verið höfð uppi við ráðningu í stöðuna. Formaður SHÍ vissi sem var að yrði annað hvort þeirra, Jóhann eða Júlía, fyrir valinu sem framkvæmdastjóri SHÍ, myndi koma fram gagnrýni vegna persónutengsla. Í stað formanns SHÍ í valnefndina (stjórn SHÍ) kom því inn varamaður frá Vöku. Sú staðreynd að Jóhann Már og formaður SHÍ eru í sambandi (en ekki sambúð) var tekin til greina í ráðningarferlinu en var ekki talin vinna gegn ráðningunni. Vaka, sem stýrir nú starfi Stúdentaráðs, hefur ætíð lagt áherslu á að velja fólk ekki eftir kyni, kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, mökum eða öðrum fjölskylduhögum - hæfasti aðilinn skal ætíð verða fyrir valinu. Samræmist ofangreind ráðning þeirri stefnu fullkomlega. Það er sama hvort þeirra hefði verið ráðið, Jóhann eða Júlía, Röskva hefði líklega málað upp spillingarmynd og reynt að grafa undan trúverðugleika Stúdentaráðs. Það er sorglegt að sjá hvernig kjörnir fulltrúar stúdenta verja tíma sínum og tækifærum í minnihluta ráðsins. Vissulega er það hlutverk minnihluta SHÍ að gagnrýna og veita meirihlutanum aðhald. Ómakleg og ómálefnanleg gagnrýni verður þó að teljast tímasóun. Það er hagur stúdenta við Háskóla Íslands að hagsmunum þeirra sé unnið brautargengi á erfiðum tímum í þjóðfélaginu. Mikilvægt er að fylkingar Stúdentaráðs snúi bökum saman á þessum erfiðum tímum og vinni saman að bættum hag stúdenta. Það er verðugur málstaður öllum til sóma. Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Meirihluti stjórnar Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Röskva hefur síðustu daga sent frá sér yfirlýsingar um nýlega ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Yfirlýsingarnar eru því miður svo uppfullar af röngum staðhæfingum og ómerkilegum málflutningi, sem nú hefur ratað í fjölmiðla, að óhjákvæmilegt er orðið að svara honum og leiðrétta með þessari yfirlýsingu. Um stöðu framkvæmdastjóra SHÍ sóttu þrír einstaklingar. Meðal þeirra voru þau Jóhann Már Helgason og Júlía Þorvaldsdóttir, auk þriðja aðila sem skal vera ónefndur en sá aðili hefur kosið að opinbera ekki umsókn sína. Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal þar sem farið var yfir þau hæfisskilyrði sem auglýst var eftir - en tekið skal fram að þau hæfisskilyrði voru samþykkt einróma af báðum fylkingum innan stjórnar SHÍ. Þrjú atriði urðu til þess að Jóhann Már var ráðinn í starf framkvæmdastjóra SHÍ umfram Júlíu. Þau atriði voru eftirfarandi: 1. Jóhann Már var eini umsækjandinn sem uppfyllti allar hæfiskröfur sem óskað var eftir með fullnægjandi hætti. Jóhann hefur góða bókhaldsþekkingu en hann var áður ráðinn framkvæmdastjóri garðyrkjufyrirtækis sem þá hafði starfað í þrjú ár. Jóhann hefur einnig afburða reynslu af störfum innan Háskólans og SHÍ en hann hefur setið í Stúdentaráði, hagsmunanefnd, samgönguráði, stjórn Politica og fleiri nefndum á vegum ráðsins. Einnig sat Jóhann í stórhátíðarnefnd sem stóð að skipulagningu Októberfest og nýnemadaganna sem eru stærstu stórviðburðirnir á vegum Stúdentaráðs og eru stór þáttur í árlegum rekstri ráðsins. Á síðastliðnu starfsári sat Jóhann í stjórn stúdentasjóðs en á degi hverjum kemur fjöldi fyrirspurna til skrifstofu SHÍ um störf sjóðsins og reglur hans. Þess skal getið að engar menntunarkröfur voru gerðar til starfsins. Að ofangreindu metnu varð að taka tillit til þeirrar afburða reynslu sem Jóhann hafði af störfum innan SHÍ. 2. Framkvæmdastjóri SHÍ getur starfsins vegna þurft að sitja stjórnarfundi Félagsstofnunar Stúdenta sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsis og tillögurétt. Inn á þá fundi koma meðal annars ýmis trúnaðarmál er varða Félagsstofnun Stúdenta, en stofnunin er í ákveðinni samkeppni við Byggingarfélag Námsmanna. Júlía Þorvaldsdóttir situr í stjórn Byggingarfélags Námsmanna. Hér er um hagsmunaárekstur að ræða. Það er óheppilegt. 3. Jóhann Már gat hafið störf strax og var tilbúinn til að vinna mikla yfirvinnu launalaust. Aðspurð sagðist Júlía líklega geta losnað fljótlega úr starfi framkvæmdastjóra SKHÍ en hún þyrfti þó svigrúm til að sinna áfram verkefnum frá fyrra starfi. Hún kom með þá tillögu að annar hinna umsækjendanna myndi sinna starfi framkvæmastjóra SHÍ til 1. september en þá myndi hún taka við starfinu. Ráðið er til eins árs í stöðu framkvæmdastjóra SHÍ svo ráðningartímabilið yrði hálfnað er Júlía hæfi störf að fullu. Það er óheppilegt. Í yfirlýsingum sínum hefur Röskva haldið því fram að ráðningu Jóhanns Más megi einvörðungu rekja til þess að hann sé kærasti formanns SHÍ, Hildar Björnsdóttur, og að ekki hafi verið tekið mið af hæfi hans. Þykir undirrituðum það miður og ómaklegt að ekki hafi komið fram í yfirlýsingum Röskvu að Júlía og formaður SHÍ eru tengdar nánum fjölskylduböndum, en eiginmaður Júlíu er náfrændi Hildar og uppeldisbróðir móður hennar. Vegna ofangreindra tengsla formanns SHÍ við þau bæði, Jóhann Má og Júlíu, sagði hún sig strax alfarið frá ráðningarferlinu og kom hvergi nálægt því. Þetta vissu þau bæði Jóhann og Júlía. Þetta vita einnig þeir fulltrúar Röskvu sem nú halda því fram að ófagleg sjónarmið hafi verið höfð uppi við ráðningu í stöðuna. Formaður SHÍ vissi sem var að yrði annað hvort þeirra, Jóhann eða Júlía, fyrir valinu sem framkvæmdastjóri SHÍ, myndi koma fram gagnrýni vegna persónutengsla. Í stað formanns SHÍ í valnefndina (stjórn SHÍ) kom því inn varamaður frá Vöku. Sú staðreynd að Jóhann Már og formaður SHÍ eru í sambandi (en ekki sambúð) var tekin til greina í ráðningarferlinu en var ekki talin vinna gegn ráðningunni. Vaka, sem stýrir nú starfi Stúdentaráðs, hefur ætíð lagt áherslu á að velja fólk ekki eftir kyni, kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, mökum eða öðrum fjölskylduhögum - hæfasti aðilinn skal ætíð verða fyrir valinu. Samræmist ofangreind ráðning þeirri stefnu fullkomlega. Það er sama hvort þeirra hefði verið ráðið, Jóhann eða Júlía, Röskva hefði líklega málað upp spillingarmynd og reynt að grafa undan trúverðugleika Stúdentaráðs. Það er sorglegt að sjá hvernig kjörnir fulltrúar stúdenta verja tíma sínum og tækifærum í minnihluta ráðsins. Vissulega er það hlutverk minnihluta SHÍ að gagnrýna og veita meirihlutanum aðhald. Ómakleg og ómálefnanleg gagnrýni verður þó að teljast tímasóun. Það er hagur stúdenta við Háskóla Íslands að hagsmunum þeirra sé unnið brautargengi á erfiðum tímum í þjóðfélaginu. Mikilvægt er að fylkingar Stúdentaráðs snúi bökum saman á þessum erfiðum tímum og vinni saman að bættum hag stúdenta. Það er verðugur málstaður öllum til sóma. Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Meirihluti stjórnar Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar