Erlent

Geymdi látna móður í sex ár af hagkvæmnisástæðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Einhvern kann að ráma í hið huggulega mótel Normans Bates úr hinni ódauðlegu kvikmynd Hitchcocks, Psycho. Bates geymdi lík móður sinnar og tók sér gervi hennar á kvöldin.
Einhvern kann að ráma í hið huggulega mótel Normans Bates úr hinni ódauðlegu kvikmynd Hitchcocks, Psycho. Bates geymdi lík móður sinnar og tók sér gervi hennar á kvöldin.

Kona í Flórída hefur verið ákærð fyrir að geyma lík móður sinnar í sex ár og þiggja bætur hennar.

Fólk gengur mislangt í hagsýni sinni og þeirri viðleitni að verða sér úti um nokkrar krónur aukalega. Flestum ber þó saman um að Penelope Sharon Jordan frá Sebastian í Flórída hafi gengið full-langt í hagfræðinni þegar í ljós kom að látin móðir hennar var enn í svefnherbergi sínu - og hafði verið þar síðan hún dó árið 2003.

Jordan láðist að tilkynna um andlátið og fyrir vikið streymdi ellilífeyrir móðurinnar áfram inn á heimilið, bæði frá hinu opinbera og hernum þar sem eiginmaður hennar starfaði. Alls krækti dóttirin sér þannig í rúmlega 200.000 dollara, jafnvirði 25,4 milljóna króna, á þessum sex árum og hafði það býsna náðugt. Að minnsta kosti þangað til lögreglan bankaði upp á eftir að nágranni kvartaði yfir hávaða í ketti Jordan.

Þar með lokuðust bótasjóðirnir snarlega en í staðinn birtist ákæra fyrir tryggingasvik og þjófnað. Jordan gæti nú átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist en hún bar því við fyrir réttinum að hún hefði ekki átt fyrir útförinni á sínum tíma og því ákveðið að geyma þá gömlu aðeins á meðan hún nurlaði saman fyrir athöfninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×