Viðskipti erlent

Skuld upp á 173 milljarða dala

Við Opel-verksmiðjurnar  „Hver bjargar Opel?“ stendur við Opel-bílaverksmiðjurnar í Rüsselsheim í Þýskalandi.Fréttablaðið/AP
Við Opel-verksmiðjurnar „Hver bjargar Opel?“ stendur við Opel-bílaverksmiðjurnar í Rüsselsheim í Þýskalandi.Fréttablaðið/AP

Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) sótti um greiðslustöðvun í gær. Ákvörðunin er vegna mikils taps undan­farins árs. Samhliða þessu hefur verið ákveðið að GM verði tekið úr bandarísku Dow Jones-vísitölunni.

Stjórnvöld munu nú taka yfir sextíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú þegar hefur GM fengið tuttugu milljarða Bandaríkjadala í neyðarlán síðan í ársbyrjun 2008. Fyrirtækið mun fá þrjátíu milljarða dala aukalega frá stjórnvöldum.

General Motors er talið skulda um 173 milljarða Bandaríkjadala, eða um 21.000 milljarða íslenskra króna.- vsp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×