Erlent

Fjöldi manns innikróaður

Flóttamenn Íbúar í Swatdal koma til bæjarins Dargai.fréttablaðið/AP
Flóttamenn Íbúar í Swatdal koma til bæjarins Dargai.fréttablaðið/AP

Talið er að milljón manns muni flosna upp frá heimilum sínum vegna aðgerða stjórnarhersins í Pakistan gegn talibönum í Swat-dalnum og nærliggjandi héruðum norðvestan til í landinu.

Um hálf milljón manna er þegar flúin úr dalnum eða er að reyna að flýja þaðan, en hörð átök koma í veg fyrir að sumir komist leiðar sinnar. Þeir sem sitja fastir hafa farið fram á að hlé verði gert á átökunum svo þeir fái tækifæri til að flýja. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×