Fer huldu höfði til að forðast fósturforeldra 7. janúar 2009 18:46 Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Fjórtán ára stúlka hefur farið huldu höfði í Reykjavík síðustu daga til að komast hjá því að fara til fósturforeldra á Austurlandi. Barnaverndaryfirvöld hafa komið í fylgd lögreglu til að sækja stúlkuna. Foreldrar hennar saka yfirvöld um valdníðslu. Langur aðdragandi er að þessu máli, eins og mörgum öðrum barnaverndarmálum, en upphafið að því má rekja til meintrar vanrækslu foreldranna og meints ósiðlegs athæfis á heimilinu. Fyrir tæpu ári féll dómur í Hæstarétti sem kvað á um að stúlkunni skyldi komið fyrir í styrkt fóstur í eitt ár, en það þýðir að foreldrar eru sviptir forsjá barnsins tímabundið og því komið fyrir á fósturheimili hjá öðru fólki. Stúlkan var send austur á land þar sem hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Í desember kom hún heim til foreldra sinna í jólaleyfi og neitaði að því loknu að fara frá þeim. Þau treysta sér ekki til að senda hana frá sér gegn vilja hennar. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda komu til að sækja stúlkuna um síðustu helgi á umsömdum brottfarardegi, en þurftu frá að hverfa vegna einarðrar afstöðu stúlkunnar um að fara hvergi. Tveimur dögum síðar komu starfsmenn barnaverndarnefndar á ný, en þá í fylgd lögreglu. Foreldrarnir læstu videóleigunni sem þau reka og segja að illa hafi verið komið fram. Nú hefur þeim borist bréf um að auglýst verði eftir stúlkunni í fjölmiðlum komi hún ekki fram af sjálfsdáðum og lögreglu verði gert að leita að henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu grípa barnaverndarnefndir ekki til þvingunaraðgerða nema búið sé að reyna til þrautar að ná lendingu í málum. Auk þess er fullyrt að mál sem fari fyrir dóm hafi í langflestum tilvikum verið lengi í farvatninu. Forsjársvipting sé þrautalending. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að stúlkan, sem átti aðeins 10 daga eftir af vistunartímanum, verður 15 ára 17. janúar. Þá verður hún sjálfstæður aðili að eigin máli, sem þýðir að hún getur verið með eigin lögmann og hennar eigin sjónarmið vega þyngra fyrir dómi. Bókuð hefur verið tillaga um að stúlkan fari í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira