Birkir Bjarnason hefur fengið nýtt samningstilboð í hendurnar frá norska úrvalsdeildarfélaginu Viking.
Birkir hafnaði fyrra tilboði Viking en hann var í láni hjá Bodö/Glimt sem einnig leikur í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þar þótti hann standa sig afar vel.
„Það var umboðsmaðurinn minn sem sagði mér frá tilboðinu sem ég hef ekki sjálfur séð. Það gætu liðið nokkrir dagar áður en ég tek ákvörðun," sagði Birkir í samtali við norska fjölmiðla.
Birkir með tilboð frá Viking
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
