Innlent

Segir heiður Alþingis í húfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason ætlar að halda eins margar ræður og hann þarf til að verja heiður Alþingis. Mynd/ Arnþór Birkisson.
Björn Bjarnason ætlar að halda eins margar ræður og hann þarf til að verja heiður Alþingis. Mynd/ Arnþór Birkisson.
Umræður um stjórnskipunarfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra héldu áfram á Alþingi í dag. Helst var deilt um þá hugmynd að setja á fót stjórnlagaþing til að endurskoða stjórnarskrána.

Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist vera að víkja af þingi og hann ætlaði ekki að láta það verða sitt síðasta verk að svipta Alþingi Íslendinga stjórnarskrárgjafavaldinu. Hann myndi flytja eins margar ræður og hann þyrfti til að koma í veg fyrir það. Heiður Alþingis væri í húfi.

Siv Friðleifsdóttir sagðist hafa átt von á því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi taka upp einhverra aðra taktík eftir páskahelgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft að þola smá ágjöf. Hún hefði því átt von á því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi láta af málþófi. Ræða Björns hefði því valdið henni smá vonbrigðum. Alþingi hefði ekki burði til þess að endurskoða stjórnarskrána. Þess vegna væri þörf á stjórnlagaþingi sem væri kosið af fólkinu í landinu.

Í andsvari sínu við ræðu Sivjar hvatti Björn Bjarnason kjósendur til þess að kjósa ekki til Alþingis þá sem ætluðu að svipta Alþingi stjórnarskrárgjafavaldinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×