IFK Göteborg komst á toppinn í sænska boltanum í dag er liðið lagði GAIS að velli, 0-1. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði IFK.
Enginn af Íslendingunum fjórum hjá GAIS var í leikmannahópnum að þessu sinni.
Helgi Valur Daníelsson og félagar í Elfsborg eru í öðru sæti í deildinni en þeir sáu á bak tveimur mikilvægum stigum er liðið gerði 0-0 jafntefli við AIK.
Helgi Valur var í byrjunarliði Elfsborg sem fyrr og lék allan leikinn.