Erlent

Zuma sór eið

Jakob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, er ný forseti Suður-Afríku. Hann sór embættiseið í Pretoríu, höfuðborg landsins, í morgun fyrir framan fimm þúsund boðsgesti og skara af stuðningsmönnum.

Afríska þjóðarráðið hélt völdum í þingkosningum í síðasta mánuði og kaus þingið Zuma í embættið á miðvikudaginn. Zuma er umdeildur en hann hefur sætt rannsóknum vegna ásakana um spillingu. Ákæru var vísað frá og leikur grunur á að stjórnvöld hafi þrýst á um það. Zuma, sem er giftur þremur konum, hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun en sýknaður 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×