Viðskipti erlent

JPMorgan seldi hlut Kaupþings í Sampo á 24 milljarða

JPMorgan Chase bankinn hefur selt hlut Kaupþings í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo fyrir 24 milljarða kr. að því er segir í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.

Alls var um ríflega 10 milljón hluti að ræða og var söluverðið 14,5 evrur á hlutinn. Þessir hlutir voru áður í eigu Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi.

Maria Silander talsmaður Sampo í Helsinki segir í samtali við Bloomberg að félagið tjái sig ekki um viðskipti einstakra hluthafa eða gjörðir þeirra.

Talsmaður JPMorgan í London vildi ekki tjá sig um málið. Hið sama gildir um Ernst & Young sem stjórna nú Singer & Friedlander bankanum.

Hlutir í Sampo féllu á markaðinum í kauphöllinni í Helsinki um 3% og standa nú í 14,37 evrum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×