Fótbolti

Lampard: Ég elska Ranieri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lampard er þakklátur Ranieri.
Lampard er þakklátur Ranieri. Nordic Photos/Getty Images

Enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard getur ekki beðið eftir því að hitta Claudio Ranieri er Chelsea mætir Juventus í Meistaradeildinni.

Það var Ranieri sem keypti Lampard til Chelsea á sínum tíma er hann stýrði félaginu. Lampard á afar ljúfar minningar frá þeim tíma og ber enn mikla virðingu fyrir gamla stjóranum sínum.

„Það verður mjög sérstakt að hitta Claudio aftur. Ég elska hann. Ef ekki væri fyrir Claudio þá veit ég ekkert hvar ég væri í dag," sagði Lampard kátur.

„Hann fékk mig til félagsins. Hjálpaði mér að verða betri leikmaður og sýndi mér nýja hlið á leiknum. Þegar ég var strákur hjá West Ham var ég þröngsýnn. Þekkti ekki meginlandsboltann né hvernig ég átti að lifa lífinu. Þarna hjálpaði Claudio mér og ég er mjög þakklátur honum."

Ranieri gerði einnig John Terry að fyrirliða þegar hann var frekar ungur. Keypti William Gallas og Petr Cech og gerði margt annað sem stuðlaði að velgengni Chelsea næstu árin.

„Það hefur enginn neitt slæmt um hann að segja sem segir margt um hversu góður maður hann er. Ég er mjög ánægður að sjá hvað honum hefur gengið vel hjá Juventus," sagði Lampard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×