Innlent

Vopnaður maður í Gerðunum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Lögreglan er með mikinn viðbúnað í Gerðahverfi í Reykjavík en grunur leikur á að maður vopnaður byssu sé á ferð umhverfið. Liðsmenn sérsveitarinnar og sjúkraflutningamenn hafa verið kallaðir til.

Samkvæmt upplýsingum hjá lögreglu barst áreiðanleg tilkynning um átta leytið í kvöld um vopnaðan mann í hverfinu. Það hefur ekki fengist staðfest og leitar lögregla nú af sér allan grun.

Að sögn sjónarvotta aka fjölmargar lögreglubifreiðar um svæðið endilangt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×