Handbolti

HM: Danir kláruðu Norðmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Norðmaðurinn Fredrik Vatne tekur skot að marki Dana í kvöld.
Norðmaðurinn Fredrik Vatne tekur skot að marki Dana í kvöld. Nordic Photos / AFP
Evrópumeistarar Danmerkur fer áfram í milliriðlakeppnina á HM í handbolta í Króatíu með fullt hús stiga eftir sigur á Noregi í kvöld, 32-28. Staðan í hálfleik var 16-14, Dönum í vil.

Danir hafa því unnið alla sína leiki í riðlakeppninni og fara áfram með fjögur stig í millriðlakeppnina, rétt eins og Ólympíumeistarar Frakklands og heimsmeistarar Þýskalands.

Norðmenn töpuðu hins vegar sínum öðrum leik í röð eftir góða byrjun á mótinu en í gær tapaði liðið fyrir Serbíu. Serbar tryggðu sér fyrr í dag sæti í millriðlakeppninni og fara því Norðmenn með ekkert stig á næsta stig keppninnar. Það eru mikil vonbrigði fyrir Noreg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×