Erlent

Simpson-fjölskyldan á frímerki

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Í gær komu út frímerki í Bandaríkjunum með Simpson-fjölskyldunni og er það í fyrsta sinn sem persónur úr sjónvarpsþáttum verða efni sjálfstæðs frímerkjaflokks þar í landi. Flokkurinn telur fimm mismunandi frímerki og er tilefni útgáfunnar 20 ára afmæli teiknimyndanna um Simpson-fjölskylduna sem hófu göngu sína í desember 1989 og teljast þar með langlífasta gamanþáttaröð í bandarísku sjónvarpi síðan mælingar hófust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×