Golf

Tiger: Áhorfendur í New York eru brjálaðir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Nordic Photos/Getty Images

Tiger Woods bíður afar spenntur eftir því að US Open hefjist en mótið fer fram í New York að þessu sinni en þar vann Tiger árið 2002. Spiluðu áhorfendur stóran þátt í því móti enda létu þeir óvenju vel í sér heyra.

„Það var frábært andrúmsloft þarna árið 2002. Áhorfendur tóku virkilega mikinn þátt í mótinu," sagði Tiger.

„Ég held að allir hafi skemmt sér konunglega. Ef maður setti niður pútt urðu áhorfendurnir brjálaðir. Það var virkilega gaman að spila í slíkri stemningu.

„Áhorfendurnir voru alveg frábærir og ég hef ekki upplifað aðra eins stemningu. Mótið var skömmu eftir hryðjuverkaárásina á New York og fólkið mætti á staðinn og vildi greinilega lyfta sér upp. Það voru ekki bara áhorfendurnir sem skemmtu sér heldur skemmtu kylfingarnir sér einnig konunglega," sagði Tiger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×