Enski boltinn

Aftur kom Macheda United til bjargar

Federico Macheda var aftur hetja Manchester United
Federico Macheda var aftur hetja Manchester United AFP

Ítalski unglingurinn Federico Macheda var hetja Manchester United annan deildarleikinn í röð í dag þegar hann tryggði liði sínu 2-1 útisigur á Sunderland með marki undir lokin.

Paul Scholes kom United yfir í leiknum með fallegu skallamarki en Kenwyne Jones jafnaði verðskuldað fyrir Sunderland í síðari hálfleik. Það kom því í hlut ofurvaramannsins Macheda að tryggja United dýrmæt þrjú stig, en hann potaði skoti Michael Carrick framhjá markverðinum um stundarfjórðungi fyrir leikslok. United er því aftur komið á toppinn og á leik til góða.

Chelsea komst í hann krappan á móti Bolton þar sem liðið náði 4-0 forystu í leiknum, en vann að lokum nauman 4-3 sigur eftir að hafa misst flugið algjörlega í síðari hálfleik.

Didier Drogba skoraði tvívegis fyrir Chelsea og þeir Frank Lampard og Michael Ballack sitt markið hvor.

Arsenal lenti undir 1-0 gegn Wigan en vann 4-1 útisigur. Theo Walcott skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal síðan í haust og þeir Silvestre, Arshavin og Billong eitt hver eftir að Mido hafði komið Wigan yfir.

Tottenham vann góðan 1-0 heimasigur á grönnum sínum í West Ham með marki frá Roman Pavlyuchenko og þá gerðu Portsmouth og West Brom 2-2 jafntefli. Loks vann Middlesbrough lífsnauðsynlegan 3-1 sigur á Hull í fallbaráttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×