Erlent

Talibanar stráfelldir í Pakistan

Óli Tynes skrifar
Skelfingu lostnir íbúar Mingora, héraðshöfuðborgar Swat héraðs flýja átökin milli stjórnarhersins og Talibana,
Skelfingu lostnir íbúar Mingora, héraðshöfuðborgar Swat héraðs flýja átökin milli stjórnarhersins og Talibana, Mynd/AP

Pakistanski herinn hefur fellt yfir eitthundrað og fjörutíu talibana í hörðum bardögum í Swat héraði síðasta sólarhringinn, að sögn talsmanns hersins.

Yusuf Raza Gilani forsætisráðherra landsins skipaði hernum í gær að uppræta harðlínumenn sem hann sagði að væru að reyna að taka landið í gíslingu með vopnavaldi.

Stjórnvöld í Pakistan hafa undanfarin misseri reynt að ná einhverskonar samkomulagi við talibana.

Meðal annars eftirlétu þau þeim Swat hérað og leyfðu þeim að setja þar upp harðlínu dómstóla múslima.

Það hefur hinsvegar verið eins og að rétta skrattanum litla fingurinn. Talibanar hafa eflst við hverja eftirgjöf og reynt að ná undir sig fleiri héruðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×