Þingmenn reiðubúnir til að taka ákvörðun um ESB umsókn 16. júlí 2009 10:15 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að þjóðin fái að kjósa um málið. Mynd/ GVA. „Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í morgun. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu. Össur sagði að þeir fjölmörgu þingmenn sem hefðu tekið þátt í umræðum um tillöguna hefðu gert það af þrótti. „Þeir hafa gert það af þekkingu og sumir hafa gert það af mikilli þekkingu," sagði Össur. Þá sagðist Össur telja að það væri skilningur af hálfu stjórnarandstöðunnar á því að það kunni að vera þjóðinni fyrir bestu að það verði látið reyna á aðildarumsókn. „Þetta gefur mér góðar vonir til að ætla það að hvernig sem atkvæðagreiðslan fer á Alþingi í dag verði hægt að ná samstöðu um það hvernig hægt verði að leggja af stað í þetta ferðalag," sagði Össur. Hann sagði að umræða um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefði verið deilumál um árabil. Það væri komin tími á að þjóðin fengi að segja til um það hvernig eigi að leiða þetta mál til lykta. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að möguleikar Íslands til að fá varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins varðandi sjávarútvegsmál og landbúnað væru litlir sem engir. Þá benti hann á að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu til málsins. „Ég verð að segja að verði málið samþykkt á eftir þá er það einfaldlega vegna þess að einstakir þingmenn vinstri grænna hafa ákveðið að styðja við málið til að halda ríkisstjórnina áfram saman," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði ljóst að Icesave samkomulagið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væru nátengd mál. Þór Saari, talsmaður borgarahreyfingarinnar, staðfesti að þrír þingmenn borgarahreyfingarinnar ætluðu að greiða atkvæði gegn tilllögu ríkisstjórnarinnar til að mótmæla Icesave samkomulaginu. Vildi hann ennfremur láta fresta atkvæðagreiðslunni. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
„Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í morgun. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu. Össur sagði að þeir fjölmörgu þingmenn sem hefðu tekið þátt í umræðum um tillöguna hefðu gert það af þrótti. „Þeir hafa gert það af þekkingu og sumir hafa gert það af mikilli þekkingu," sagði Össur. Þá sagðist Össur telja að það væri skilningur af hálfu stjórnarandstöðunnar á því að það kunni að vera þjóðinni fyrir bestu að það verði látið reyna á aðildarumsókn. „Þetta gefur mér góðar vonir til að ætla það að hvernig sem atkvæðagreiðslan fer á Alþingi í dag verði hægt að ná samstöðu um það hvernig hægt verði að leggja af stað í þetta ferðalag," sagði Össur. Hann sagði að umræða um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefði verið deilumál um árabil. Það væri komin tími á að þjóðin fengi að segja til um það hvernig eigi að leiða þetta mál til lykta. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að möguleikar Íslands til að fá varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins varðandi sjávarútvegsmál og landbúnað væru litlir sem engir. Þá benti hann á að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu til málsins. „Ég verð að segja að verði málið samþykkt á eftir þá er það einfaldlega vegna þess að einstakir þingmenn vinstri grænna hafa ákveðið að styðja við málið til að halda ríkisstjórnina áfram saman," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði ljóst að Icesave samkomulagið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væru nátengd mál. Þór Saari, talsmaður borgarahreyfingarinnar, staðfesti að þrír þingmenn borgarahreyfingarinnar ætluðu að greiða atkvæði gegn tilllögu ríkisstjórnarinnar til að mótmæla Icesave samkomulaginu. Vildi hann ennfremur láta fresta atkvæðagreiðslunni.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira