Innlent

Salan samþykkt í borgarstjórn

Samningur Orkuveitu Reykjavíkur á sölu á rúmlega 31% hlut í orkuframleiðslufyrirtækinu HS Orku til Magma Energy Sweden AB, sænsks dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy Corporation, var staðfestur á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði með staðfestingunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóri. Þar segir ennfremur að með samningnum sé greitt úr þeirri óvissu sem ríkt hafi eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Orkuveitan mætti ekki eiga svo stóran hlut í HS Orku, en Héraðsdómur Reykjvíkur dæmdi fyrirtækið engu að síður til að standa við samninga um kaup á hlutnum.

„Orkuveitan hefur lagt áherslu á að með sölunni sé verið að virða úrskurð samkeppnisyfirvalda og samkeppnislög, leysa ágreining fyrirtækisins við Hafnarfjarðarbæ og styrkja fjárhagsstöðu OR. Eins og fram hefur komið í tilkynningum frá Orkuveitur Reykjavíkur er samningurinn í samræmi við lög og ekki er verið að selja auðlindir þar sem fyrirtækið, HS Orka, er ekki eigandi að þeim auðlindum sem fyrirtækið nýtir," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×