Handbolti

Kolding stöðvaði sigurgöngu GOG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AP
GOG og Kolding gerðu í dag 34-34 jafntefli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

GOG hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína í úrslitakeppninni og hafði komið nokkuð á óvart þar sem liðið varð í áttunda sæti deildarinnar og þar með síðasta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.

Ásgeir Örn Hallgrímsson lék fjögur mörk fyrir GOG í dag en Snorri Steinn Guðjónsson er frá vegna meiðsla.

GOG er þó enn í efsta sæti riðilsins með sjö stig. Kolding og Álaborg koma næst með sex stig.

Liðunum átta sem komust í úrslitakeppnina var skipt í tvo riðla. Efstu liðin úr riðlunum mætast svo í úrslitarimmu um danska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×