Það ríkir þjóðarsorg í Þýskalandi eftir að landsliðsmarkvörðurinn Robert Enke svipti sig lífi í gær.
Stuðningsmenn Hannover, liðsins sem hann spilaði með, hafa komið saman víða og minnst hans.
Fólk hittist strax í gærkvöldi og kveikti á kertum. Fjöldi manna hefur síðan komið að heimavelli Hannover með blóm og aðra minningargripi.
Hægt er að sjá myndir frá þessum athöfnum í myndaalbúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.