Fótbolti

Ranieri: Ég var rekinn fyrir minna í vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claudio Ranieri núverandi þjálfari Roma og fyrrum þjálfari Juventus.
Claudio Ranieri núverandi þjálfari Roma og fyrrum þjálfari Juventus. Mynd/AFP

Claudio Ranieri segir að Ciro Ferrara fá meiri þolinmæði sem þjálfari ítalska liðsins Juventus en hann hafi fengið fyrir ári síðan þegar hann var rekinn frá félaginu þegar tvær umferðir voru eftir af ítölsku deildinni.

Ranieri var rekinn í lok síðasta tímabils eftir að Juventus hafði gert fimm jafntefli í röð og ekki náð að vinna í sjö leikjum. Juvetnus hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum undir stjórn Ciro Ferrara.

„Við urðum í þriðja sæti á fyrsta ári liðsins í A-deildinni á nýjan leik. Við enduðum í öðru sæti árið eftir og komust í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar þegar tveir leikir voru eftir. Ég man heldur ekki eftir að hafa fengið 50 milljónir evra til þess að kaupa leikmenn," segir Ranieri og vísar þá til kaupa liðsins á Felipe Melo og Diego í sumar.

„Ég hefði fengið sparkið eftir fyrsta æfingaleikinn," sagði Ranieri í hæðnistón.

Claudio Ranieri er nú þjálfari Roma en liðið er með tveimur stigum færra en Juventus og situr einu sæti neðar í töflunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×