Fótbolti

Smicer leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Smicer fagnar sigri Liverpool í Meistaradeildinni árið 2005 ásamt John Arne Riise.
Smicer fagnar sigri Liverpool í Meistaradeildinni árið 2005 ásamt John Arne Riise. Mynd/Nordic Photos/Getty

Tékkneski knattspyrnumaðurinn Vladimir Smicer hefur neyðst til þess að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.

Leikmaðurinn er orðinn 36 ára gamall og síðasta liðið sem hann spilaði með var Slavia Prag. Hann hóf einnig ferilinn hjá því félagi.

Smicer skoraði 27 mörk í 81 landsleik fyrir Tékka. Hann var í silfurliði Tékka á EM 1996.

Smicer fór frá Prag til Lens sumarið 1996. Hann fór þaðan yfir til Liverpool árið 1999 þar sem hann átti góða daga. Hann lék yfir 100 leiki fyrir félagið.

Hann fór svo til Frakklands og lék með Bordeaux áður en hann lauk ferlinum í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×