Bandaríska tenniskonan Venus Williams vann í gær sigur á opna Dubai mótinu þegar hún lagði Vigrinie Razzano 6-4 og 6-2 í úrslitaleik.
Í þakkarræðu sinni eftir mótið sagði Williams að "það væri skömm að einn af þátttakendum gæti ekki verið á svæðinu" og vísaði þar í ísraelsku stúlkuna Shahar Peer sem meinað var landvistarleyfi í Dubai í tengslum við átökin í Palestínu. Mótshaldarar voru sektaðir um 300,000 dollara vegna þessa.