Viðskipti erlent

Teathers bjargað af fyrrum félagi Kaupþings í London

Nýr eigandi að verðbréfamiðluninni Teathers verður að öllum líkindum Singer Capital Markets, félag sem var fyrrum í eigu Kaupþings, það er Singer & Friedlander bankans í London. Reiknað er með tilkynningu um málið í dag eða á morgun.

Fjallað er um málið á vefsíðunni thisismoney.co.uk í dag. Þar segir að starfslið Teathers hafi gefið Singer Capital Markets viðurnefnið Íslenski stuðningshópurinn eða „the post-Icelandic support group".

Teathers er í eigu Straums sem keypti miðlunina af Landsbankanum í vetur eftir að bankakerfið hrundi á Íslandi. Þetta er því í annað sinn á skömmum tíma sem Teathers skiptir um eigendur.

Stjórn og starfsfólk Singer Capital Markets keyptu félagið af Kaupþingi eftir að Singer & Friedlander komst í þrot um svipað leyti.

Teathers er ein elsta verðbréfamiðlunin í The City í London og hefur starfað sem slík samfellt frá árinu 1888, í upphafi undir nafninu Teather & Greenwood. Landsbankinn keypti miðlunina árið 2005.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×