Fótbolti

Gerrard verður með gegn Chelsea

AFP

Fyrirliðinn Steven Gerrard verður á sínum stað í byrjunarliði Liverpool annað kvöld þegar liðið mætir Chelsea á Anfield í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar.

Gerrard var talinn tæpur fyrir leikinn vegna nárameiðsla sem voru að stríða honum í leiknum gegn Fulham um helgina, en hann komst heill frá æfingu liðsins í morgun.

Þetta eru góð tíðindi fyrir þá rauðu, enda hefur fyrirliðinn verið lykilmaður á góðum spretti liðsins undanfarið. Hann er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með sjö mörk og þar af skoraði hann tvö mörk þegar Liverpool valtaði yfir Real Madrid í síðustu umferð.

Argentínumaðurinn Javier Mascherano verður fjarri góðu gamni annað kvöld vegna leikbanns, en hann fékk gult spjald í síðari leiknum við Real.

Þetta þýðir að þeir Xabi Alonso og Lucas verða líklega saman á miðjunni og Gerrard fyrir framan þá - rétt fyrir aftan framherjann Fernando Torres, ef marka má getgátur enskra miðla.

Alvaro Arbeloa og Andrea Dossena fara í leikmann í síðari leiknum við Chelsea ef þeir fá spjald í leiknum annað kvöld.

Þetta er fimmta árið í röð sem Liverpool og Chelsea mætast í Evrópukeppninni, en Chelsea hafði betur í sögulegu undanúrslitaeinvígi liðanna á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×