Innlent

Oslóartréð fellt og brennt

Búið er að fella Oslóartréð á Austurvelli, og er nú verið að bera það á bálköstinn fyrir framan innganginn í alþingishúsið. Búið var að kveikja í trénu þar sem það stóð á Austurvelli, en eldurinn slökknaði af sjálfsdáðum. Mótmælendur hófust þá handa við að reyna að fella tréð, og tókst það eftir að tveir þeirra klifruðu upp í það.

Mörg hundruð mótmælendur eru nú við alþingishúsið og bætist enn í hópinn. Mikil reiði er í mönnum, og segja sjónarvottar að svo virðist sem lítið þurfi til að sjóði upp úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×