Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður á Akureyri greiddi hæst opinber gjöld allra á Norðurlandi eystra á síðasta ári. Hann greiddi tæpar 170 milljónir í skatt. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, kemur á eftir honum með rúmar 33 milljónir. Þar á eftir kemur Erna Björnsdóttir.
Eftirfarandi fimm aðilar greiddu hæstu opinberu gjöld á Norðurlandi eystra
Þorsteinn Már Baldvinsson 169.641.924
Jóhannes Jónsson 33.243.950
Erna Björnsdóttir 20.252.145
Sævar Helgason 16.302.353
Jón Hallur Pétursson 15.933.572
