50 þúsund stuðningsmenn spænska úrvalsdeildarfélagsins Espanyol fjölmenntu á leikvang félagsins í gær til að votta Daniel Jarque virðingu sína.
Jarque var fyrirliði Espanyol en hann lést á hótelherbergi sínu á Ítalíu á laugardaginn eftir að hafa fengið hjartaáfall.
Jarque tók við fyrirliðabandinu í síðasta mánuði en hann var 26 ára gamall. Fyrir tveimur árum lést annars spænskur knattspyrnumaður, Antonio Puerta, vegna hjartabilunar en hann lék með Sevilla.
Æfingaferð Espanyol á Ítalíu var aflýst og hélt liðið heim á leið í gær.