Viðskipti innlent

Björgólfur Thor fallinn af lista Forbes - Mexikani er ríkastur

Björgólfur Thor Björgólfsson er ekki lengur á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Mexíkóskur símakóngur er ríkasti maður heims að mati tímaritsins.

Viðskiptatímaritið Forbes birti í gærkvöldi nýjan lista yfir einstaklinga sem taldir eru eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala. Björgólfur Thor nær ekki inn á listann að þessu sinni. Fyrir tveimur árum var hann í 307. sæti en í fyrra féll Björgólfur Thor niður um 400 sæti.

Árið 2008 var Björgólfur Thor Björgólfsson metinn á 3,5 milljarða og sat þá í 307. sæti listans, árið áður hafði hann verið í 249. sæti. Í fyrra var Björgólfur metinn á sléttan milljarð og sat í 701. sæti listans með ekki ómerkari mönnum en rússneska auðjöfrinum Boris Berezovsky.

Í fyrsta sinn í 16 ár situr Bandaríkjamaður ekki í efsta sæti á lista Forbes. Carlos Slim, mexíkóskur símakóngur, er ríkast maður heims en hann er talinn eiga 53,5 milljarða sem samsvarar til rúmlega 6800 milljarða króna.

Að mati Forbes er Bill Gates, annar stofnenda bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, næst auðugasti maður heims en hann var ríkasti í fyrra. Hann kemur rétt á eftir Slim með 53 milljarða. Þriðji í röðinni er Warren Buffet sem hefur verið einn ríkasti maður heims í árabil.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×