Stórfelld Ponzi-svik sem upplýstust á síðasta ári 16. febrúar 2010 06:00 Jared Bibler skrifar um Ponzi-svikamyllur. Eins og sagt var í fyrri hluta þessarar greinar vísa Ponzi-svik til hvers kyns svika eða blekkinga sem byggjast á því að sífellt þarf að fá inn nýja fjárfesta til þess að geta greitt þeim sem fyrir eru. Innstreymi nýrra peninga er eina leiðin til að halda kerfinu gangandi. Í þessari grein ætla ég að lýsa mjög umfangsmiklum Ponzi-svikum sem upp komust á síðasta ári en hafa ekki mikið verið rædd hér heima. Þetta er fall Stanford International Bank, eða Stanford alþjóðabankans. Bankinn var með höfuðstöðvar á Antígva sem ásamt Barbúda mynda tveggja eyja eyríki á mörkum Karíbahafs og Atlantshafsins. Upphafsmenn hans voru tveir Bandaríkjamenn. Stanford banki reyndist vera átta milljarða dollara samsæri og risavaxin Ponzi-svik.Svikin stóðu í að minnsta kosti tíu ár og mögulega í allt að tuttugu ár. Þau fólust í því að taka við innlánum frá einstaklingum í formi innstæðubréfa. Þessi innlán voru bundin í ákveðinn tíma, sex mánuði, eitt ár eða lengur. Stanford-bankinn greiddi háa innlánsvexti, helmingi hærri en aðrir bankar og allt að 15 prósent (í Bandaríkjadölum). Tuttugu og átta þúsund fjárfestar í 130 löndum keyptu innstæðubréf af fyrirtækjum sem markaðssettu þennan fjárfestingarkost fyrir Stanford. Þar sem Stanford gat ekki mætt þessum háu endurgreiðslum með lögmætum fjárfestingum greip bankinn til þess ráðs að borga gömlum fjárfestum með fé frá nýjum fjárfestum og þannig gekk það í tuttugu ár.Sleginn til riddaraMögulegt er að viðskipti Stanford banka hafi verið lögmæt í upphafi en þróast í að verða Ponzi-svik þegar ekki reyndist unnt að standa við loforðin. Allar viðskiptaáætlanir sem byggja á því að fá stöðugt nýtt fé eru í raun Ponzi-svik.Fjórir einstaklingar báru hitann og þungann af Ponzi-svikum Stanford alþjóðabankans en R. Allen Stanford, stofnandi bankans, var í aðalhlutverki. Rannsakandi hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu (SEC) orðaði það svo: „Hann kunni að eyða annarra manna peningum." Allen Stanford lifði í vellystingum á Antígva þar sem hann hafði sest að og byggði höfuðstöðvar bankans í samræmi við eigin lífsstíl. Þetta var fögur bygging með framhlið höfðingjaseturs. Að aðalinnganginum lá ríkmannleg braut vörðuð pálmatrjám og hitabeltisblómum.Allen Stanford var sleginn til riddara á Antígva 2006 og kaus að vera ávarpaður „Sir Allen". Eins og ég vék að í fyrri grein notfæra þeir sem stunda Ponzi-svik sér í mörgum tilvikum stuðning við íþróttir og góðgerðamál til þess að byggja upp orðspor og trúverðugleika og Sir Allen var þar engin undantekning. Hann var helsti velgjörðarmaður Antígva og bauð 20 milljón dollara verðlaun í alþjóðlegri krikket keppni sem var haldin á eyjunni. (Þegar lið Antígva vann hvatti hann liðsmenn til að setja verðlaunaféð í innstæðubréf hjá Stanford alþjóðabankanum.)Sir Allen hafði mikið fyrir að byggja upp ímynd sína og uppskar ríkulega. Í febrúar árið 2009 lýsti dagblaðið The Houston Chronicle honum sem „leiðandi velgjörðarmanni, frumkvöðli, vinnuveitanda og opinberri persónu Antígva". Hann lagði rækt við tengsl við volduga vini í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum og var 605. auðugasti maður heims á lista Forbes Magazine árið 2008. Hann var einnig útnefndur maður ársins 2008 í mikilli lofgrein í World Magazine.James M. Davis, sem hafði verið herbergisfélagi Allens í háskóla, var næstráðandi í Stanford alþjóðabankanum og gegndi starfi sem yfirmaður fjármála. Þeir tveir voru þeir einu sem höfðu yfirsýn yfir raunverulegar fjárfestingar Stanford alþjóðabankans og höfðu því mesta þekkingu og stjórn á svikunum.Fasteignir keyptar með leppfyrirtækjumÍ Ponzi-svikum gegnir hver og einn sínu hlutverki í því að viðhalda yfirbragði lögmætis. Mennina tvo vantaði trúverðugt andlit gagnvart almenningi fyrir bankann. Laura Pendergest-Holt var valin í það hlutverk. James Davis hafði hitt hana þegar hún var sextán ára. Hann var sunnudagaskólakennari Lauru við kirkju sem hann hafði stofnað í Mississippi. Þegar hún útskrifaðist úr háskóla hóf hún störf fyrir gamla kennarann sinn. Hún var gerð að yfirmanni fjárfestinga Stanford alþjóðabankans hálfþrítug að aldri án þess að búa yfir menntun eða reynslu á sviði fjármála. Hún og starfslið hennar voru með skrifstofu í Tennessee í Bandaríkjunum. Laura Pendergest-Holt réð yfir litlum hluta af fjárfestingum bankans en hélt því fram að hún sæi um allt verðbréfasafn hans. Hún hafði frelsi til að gefa út opinberar tilkynningar um hversu áhættulausar eignir verðbréfasafnsins væru. Gömlu herbergisfélagarnir fóru hins vegar í raun og veru með meirihluta eigna Stanford alþjóðabankans. Samkvæmt upplýsingum frá rannsakendum hjá SEC var ekki til skrá yfir fjárfestingarsafnið sem myndaði eignarhluta efnahagsreikningsins. Milljörðum hafði verið varið í kaup á illseljanlegum bréfum í óskráðum félögum. Um það fengu kaupendur innstæðubréfa í Stanford alþjóðabankanum ekki að vita. Þarna voru líka miklar fjárfestingar í fasteignum en Stanford hafði neitað því opinberlega að hafa fjárfest í þeim. Í sumum tilvikum voru söfn af fasteignum keypt og þau síðan seld fram og aftur milli fyrirtækja sem voru ekkert nema skelin. Þessum fyrirtækjum var stjórnað af bankanum og notuð til að auka verðgildi fasteignanna í bókum hans. Sir Allen tók 1,6 milljarða Bandaríkjadala út úr bankanum til eigin nota gegn skuldaviðurkenningum. Opinberlega fullyrti hann að hafa aldrei tekið krónu til eigin nota og hafa notað hvern eyri til að endurfjárfesta í bankanum. Brestir koma í svikinFjórði litríki einstaklingurinn í þessari raunasögu var Leroy King. Hann var kannski sá sem fyrst og fremst gerði Ponzi-svikin möguleg. King var yfirmaður bankaeftirlits á Antígva. Hann og Sir Allen voru í óvenju nánum tengslum. Allen greiddi mútur á bankareikning Kings í Sviss og það nægði til þess að beina augum eftirlitsaðilans frá bókum bankans. Sir Allen taldi svissneska bankareikninginn þó ekki nægja til að tryggja hollustu Kings. Hann fékk því eftirlitsaðila sinn til þess að sverja blóðeið sem fór þannig fram að skorið var á úlnliði þeirra og þeir blönduðu blóði. Eftir eiðinn vísaði Leroy King til Sir Allen sem „stóra bróður" og yfir hann rigndi miðum á úrslitaleiki NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta og ferðum með kærustunni í einkaþotu Stanford-bankans. Leroy King reyndist peninganna virði. Þegar erlendir eftirlitsaðilar komu til eyjarinnar fullyrti hann að Stanford alþjóðabankinn væri traustasti bankinn á Antígva. Þegar SEC fór að spyrja spurninga um fjárfestingar bankans árið 2006 neitaði hann að eiga samstarf við erlenda systurstofnun sína og bar við bankaleynd. Hann framsendi einnig trúnaðarbréfið frá SEC til lögmanna Sir Allens svo þeir gætu skrifað frambærilegt svarbréf sem hann gæti undirritað og sent. Brestir komu í Stanford-svikin árið 2008 eins og mörg önnur Ponzi-svik eftir fall markaða víða um heim. Fjárfestar í innstæðubréfum Stanford vildu fá eitthvað af peningunum sínum til baka. Fréttir sem höfðu borist um Madoff-svikin leiddu til þess að grunsemdir vöknuðu hjá sumum starfsmönnum Stanford-bankans, sem hafði verið stíað í sundur með deildarskiptingu, til að draga úr upplýsingaflæði, og höfðu haft efasemdir um viðskiptamódel eigin banka. Bíður réttarhaldaÍ febrúarmánuði árið 2009 kærði SEC Lauru Pendergest-Holt fyrir svik (fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum um fjárfestingar bankans), fyrir að hindra rannsókn og samsæri um að hindra framgang réttvísinnar og bíður hún nú dóms. James Davis viðurkenndi samsæri í júní á síðasta ári, gegn loforði um vægari dóm, um að fremja fjársvik, póstsvik og að hindra rannsókn SEC. Með því missti fyrrverandi herbergisfélagi hans sitt síðasta hálmstrá. Davis getur átt von á allt að 30 ára fangelsisvist. Samningur Davis leiddi til þess að Allen Stanford var handtekin fyrir „umfangsmikil svik" í júní 2009. Hann var sviptur aðalstign sinni í Antígva seint á síðasta ári og bíður nú dóms í fangelsi í Texas. Í sama mánuði og Stanford var handtekinn missti Leroy King vinnuna og bíður nú réttarhalda þar sem farið verður fram á framsal hans. Bandarískir saksóknarar óska eftir að hann verði fluttur til Bandaríkjanna svo hann geti komið fyrir rétt þar sem þáttakandi í hinum umfangsmiklu Ponzi-svikum Allens Stanford. Höfundur er rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Fyrirvari: Hluti af efni þessarar greinar er byggður á upplýsingum frá bandaríska verðbréfaeftirlitinu eða bandarískum saksóknurum og hefur ekki verið staðfestur fyrir dómstóli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jared Bibler skrifar um Ponzi-svikamyllur. Eins og sagt var í fyrri hluta þessarar greinar vísa Ponzi-svik til hvers kyns svika eða blekkinga sem byggjast á því að sífellt þarf að fá inn nýja fjárfesta til þess að geta greitt þeim sem fyrir eru. Innstreymi nýrra peninga er eina leiðin til að halda kerfinu gangandi. Í þessari grein ætla ég að lýsa mjög umfangsmiklum Ponzi-svikum sem upp komust á síðasta ári en hafa ekki mikið verið rædd hér heima. Þetta er fall Stanford International Bank, eða Stanford alþjóðabankans. Bankinn var með höfuðstöðvar á Antígva sem ásamt Barbúda mynda tveggja eyja eyríki á mörkum Karíbahafs og Atlantshafsins. Upphafsmenn hans voru tveir Bandaríkjamenn. Stanford banki reyndist vera átta milljarða dollara samsæri og risavaxin Ponzi-svik.Svikin stóðu í að minnsta kosti tíu ár og mögulega í allt að tuttugu ár. Þau fólust í því að taka við innlánum frá einstaklingum í formi innstæðubréfa. Þessi innlán voru bundin í ákveðinn tíma, sex mánuði, eitt ár eða lengur. Stanford-bankinn greiddi háa innlánsvexti, helmingi hærri en aðrir bankar og allt að 15 prósent (í Bandaríkjadölum). Tuttugu og átta þúsund fjárfestar í 130 löndum keyptu innstæðubréf af fyrirtækjum sem markaðssettu þennan fjárfestingarkost fyrir Stanford. Þar sem Stanford gat ekki mætt þessum háu endurgreiðslum með lögmætum fjárfestingum greip bankinn til þess ráðs að borga gömlum fjárfestum með fé frá nýjum fjárfestum og þannig gekk það í tuttugu ár.Sleginn til riddaraMögulegt er að viðskipti Stanford banka hafi verið lögmæt í upphafi en þróast í að verða Ponzi-svik þegar ekki reyndist unnt að standa við loforðin. Allar viðskiptaáætlanir sem byggja á því að fá stöðugt nýtt fé eru í raun Ponzi-svik.Fjórir einstaklingar báru hitann og þungann af Ponzi-svikum Stanford alþjóðabankans en R. Allen Stanford, stofnandi bankans, var í aðalhlutverki. Rannsakandi hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu (SEC) orðaði það svo: „Hann kunni að eyða annarra manna peningum." Allen Stanford lifði í vellystingum á Antígva þar sem hann hafði sest að og byggði höfuðstöðvar bankans í samræmi við eigin lífsstíl. Þetta var fögur bygging með framhlið höfðingjaseturs. Að aðalinnganginum lá ríkmannleg braut vörðuð pálmatrjám og hitabeltisblómum.Allen Stanford var sleginn til riddara á Antígva 2006 og kaus að vera ávarpaður „Sir Allen". Eins og ég vék að í fyrri grein notfæra þeir sem stunda Ponzi-svik sér í mörgum tilvikum stuðning við íþróttir og góðgerðamál til þess að byggja upp orðspor og trúverðugleika og Sir Allen var þar engin undantekning. Hann var helsti velgjörðarmaður Antígva og bauð 20 milljón dollara verðlaun í alþjóðlegri krikket keppni sem var haldin á eyjunni. (Þegar lið Antígva vann hvatti hann liðsmenn til að setja verðlaunaféð í innstæðubréf hjá Stanford alþjóðabankanum.)Sir Allen hafði mikið fyrir að byggja upp ímynd sína og uppskar ríkulega. Í febrúar árið 2009 lýsti dagblaðið The Houston Chronicle honum sem „leiðandi velgjörðarmanni, frumkvöðli, vinnuveitanda og opinberri persónu Antígva". Hann lagði rækt við tengsl við volduga vini í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum og var 605. auðugasti maður heims á lista Forbes Magazine árið 2008. Hann var einnig útnefndur maður ársins 2008 í mikilli lofgrein í World Magazine.James M. Davis, sem hafði verið herbergisfélagi Allens í háskóla, var næstráðandi í Stanford alþjóðabankanum og gegndi starfi sem yfirmaður fjármála. Þeir tveir voru þeir einu sem höfðu yfirsýn yfir raunverulegar fjárfestingar Stanford alþjóðabankans og höfðu því mesta þekkingu og stjórn á svikunum.Fasteignir keyptar með leppfyrirtækjumÍ Ponzi-svikum gegnir hver og einn sínu hlutverki í því að viðhalda yfirbragði lögmætis. Mennina tvo vantaði trúverðugt andlit gagnvart almenningi fyrir bankann. Laura Pendergest-Holt var valin í það hlutverk. James Davis hafði hitt hana þegar hún var sextán ára. Hann var sunnudagaskólakennari Lauru við kirkju sem hann hafði stofnað í Mississippi. Þegar hún útskrifaðist úr háskóla hóf hún störf fyrir gamla kennarann sinn. Hún var gerð að yfirmanni fjárfestinga Stanford alþjóðabankans hálfþrítug að aldri án þess að búa yfir menntun eða reynslu á sviði fjármála. Hún og starfslið hennar voru með skrifstofu í Tennessee í Bandaríkjunum. Laura Pendergest-Holt réð yfir litlum hluta af fjárfestingum bankans en hélt því fram að hún sæi um allt verðbréfasafn hans. Hún hafði frelsi til að gefa út opinberar tilkynningar um hversu áhættulausar eignir verðbréfasafnsins væru. Gömlu herbergisfélagarnir fóru hins vegar í raun og veru með meirihluta eigna Stanford alþjóðabankans. Samkvæmt upplýsingum frá rannsakendum hjá SEC var ekki til skrá yfir fjárfestingarsafnið sem myndaði eignarhluta efnahagsreikningsins. Milljörðum hafði verið varið í kaup á illseljanlegum bréfum í óskráðum félögum. Um það fengu kaupendur innstæðubréfa í Stanford alþjóðabankanum ekki að vita. Þarna voru líka miklar fjárfestingar í fasteignum en Stanford hafði neitað því opinberlega að hafa fjárfest í þeim. Í sumum tilvikum voru söfn af fasteignum keypt og þau síðan seld fram og aftur milli fyrirtækja sem voru ekkert nema skelin. Þessum fyrirtækjum var stjórnað af bankanum og notuð til að auka verðgildi fasteignanna í bókum hans. Sir Allen tók 1,6 milljarða Bandaríkjadala út úr bankanum til eigin nota gegn skuldaviðurkenningum. Opinberlega fullyrti hann að hafa aldrei tekið krónu til eigin nota og hafa notað hvern eyri til að endurfjárfesta í bankanum. Brestir koma í svikinFjórði litríki einstaklingurinn í þessari raunasögu var Leroy King. Hann var kannski sá sem fyrst og fremst gerði Ponzi-svikin möguleg. King var yfirmaður bankaeftirlits á Antígva. Hann og Sir Allen voru í óvenju nánum tengslum. Allen greiddi mútur á bankareikning Kings í Sviss og það nægði til þess að beina augum eftirlitsaðilans frá bókum bankans. Sir Allen taldi svissneska bankareikninginn þó ekki nægja til að tryggja hollustu Kings. Hann fékk því eftirlitsaðila sinn til þess að sverja blóðeið sem fór þannig fram að skorið var á úlnliði þeirra og þeir blönduðu blóði. Eftir eiðinn vísaði Leroy King til Sir Allen sem „stóra bróður" og yfir hann rigndi miðum á úrslitaleiki NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta og ferðum með kærustunni í einkaþotu Stanford-bankans. Leroy King reyndist peninganna virði. Þegar erlendir eftirlitsaðilar komu til eyjarinnar fullyrti hann að Stanford alþjóðabankinn væri traustasti bankinn á Antígva. Þegar SEC fór að spyrja spurninga um fjárfestingar bankans árið 2006 neitaði hann að eiga samstarf við erlenda systurstofnun sína og bar við bankaleynd. Hann framsendi einnig trúnaðarbréfið frá SEC til lögmanna Sir Allens svo þeir gætu skrifað frambærilegt svarbréf sem hann gæti undirritað og sent. Brestir komu í Stanford-svikin árið 2008 eins og mörg önnur Ponzi-svik eftir fall markaða víða um heim. Fjárfestar í innstæðubréfum Stanford vildu fá eitthvað af peningunum sínum til baka. Fréttir sem höfðu borist um Madoff-svikin leiddu til þess að grunsemdir vöknuðu hjá sumum starfsmönnum Stanford-bankans, sem hafði verið stíað í sundur með deildarskiptingu, til að draga úr upplýsingaflæði, og höfðu haft efasemdir um viðskiptamódel eigin banka. Bíður réttarhaldaÍ febrúarmánuði árið 2009 kærði SEC Lauru Pendergest-Holt fyrir svik (fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum um fjárfestingar bankans), fyrir að hindra rannsókn og samsæri um að hindra framgang réttvísinnar og bíður hún nú dóms. James Davis viðurkenndi samsæri í júní á síðasta ári, gegn loforði um vægari dóm, um að fremja fjársvik, póstsvik og að hindra rannsókn SEC. Með því missti fyrrverandi herbergisfélagi hans sitt síðasta hálmstrá. Davis getur átt von á allt að 30 ára fangelsisvist. Samningur Davis leiddi til þess að Allen Stanford var handtekin fyrir „umfangsmikil svik" í júní 2009. Hann var sviptur aðalstign sinni í Antígva seint á síðasta ári og bíður nú dóms í fangelsi í Texas. Í sama mánuði og Stanford var handtekinn missti Leroy King vinnuna og bíður nú réttarhalda þar sem farið verður fram á framsal hans. Bandarískir saksóknarar óska eftir að hann verði fluttur til Bandaríkjanna svo hann geti komið fyrir rétt þar sem þáttakandi í hinum umfangsmiklu Ponzi-svikum Allens Stanford. Höfundur er rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Fyrirvari: Hluti af efni þessarar greinar er byggður á upplýsingum frá bandaríska verðbréfaeftirlitinu eða bandarískum saksóknurum og hefur ekki verið staðfestur fyrir dómstóli.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun