Staðarbófar og farandbófar 26. ágúst 2010 06:30 Um stjórnmál eru ævinlega skiptar skoðanir, svo sem liggur í hlutarins eðli. Sum atriði eru þó hafin yfir skynsamlegan ágreining í okkar samfélagi. Þannig er lýðræðisskipanin hafin yfir allan vafa. Um þetta sagði George Brown, utanríkisráðherra Bretlands 1966-68: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Lýðræði er æðra öðru stjórnskipulagi óháð því, hvort það skilar almenningi betri kjörum en til dæmis einræði, fáræði eða þjófræði (e. kleptocracy). Lýðræði er samt ekki alltaf samfelldur dans á rósum, segja sumir. Um þetta sagði Winston Churchill, forsætis-ráðherra Bretlands í stríðinu: „Lýðræði er versta stjórnskipulagið, nema allt hitt er enn verra." Lýðræði og hagsældEr lýðræði aflvaki almennrar hagsældar? Um þetta er deilt. Sumir benda á Kína og halda því fram, að einræðisstjórn Kínverska kommúnistaflokksins frá 1949 hefði ekki getað náð að skapa svo frjó skilyrði til örs hagvaxtar eftir 1978, hefði hún átt á hættu að missa völdin í lýðræðislegum kosningum. Aðrir benda á, að Kína sé undantekningin, sem sanni regluna, þá reglu, að lýðræðisríki búa þegnum sínum yfirleitt mun betri lífskjör en einræðislönd. Þetta stafar meðal annars af því, að lýðræði greiðir fyrir samfelldri endurnýjun á vettvangi stjórnmálanna og þá um leið í efnahagslífinu með því að auðvelda stjórnarskipti, þegar stjórnvöld bregðast vonum kjósenda. Þaulseta á valdastólum er sjaldgæf í lýðræðisríkjum og sums staðar beinlínis bönnuð með lögum. Þaulseta í óþökk almennings er þvert á móti algeng í einræðislöndum. Einræðisherrar bæla krafta og kæfa raddir, sem betra væri að virkja og hlusta á. Sviðin jörð: Borgar það sig?Einræði býður upp á óvelkomnar þaulsetur við völd, sem einræðisherrar og klíkur í kringum þá nota iðulega til að láta greipar sópa um eigur annarra. Einræðisherrar fara þó misilla með völd sín. Til að bregða birtu á ólík blæbrigði einræðis og ólíkt háttalag einvalda gerði bandaríski stjórnmálafræðingurinn Mancur Olson greinarmun á staðarbófum (e. stationary bandits) og farandbófum (e. roving bandits).Staðarbófar eru harðstjórar, sem halda kyrru fyrir á sínum stað og hafa því ekki hag af að stela öllu steini léttara, heldur skilja þeir eitthvað eftir, af því að þeir ætla sér að vera áfram á staðnum. Þeir stilla skattheimtu í hóf. Þeir leggja ekki þyngri skatt á fyrirtæki en sem nemur arðinum, sem reksturinn gefur af sér. Þeir slátra helzt ekki mjólkurkúnum. Þeir hegða sér eins og harðsvíruð einokunarfyrirtæki samkvæmt kenningu Olsons og reyna að ná sem mestum afrakstri af valdasetunni handa sér og sínum. Hagsýni kallar þá á framsýna forsjá, á sjálfbærar gripdeildir, sem hægt er að halda áfram ár eftir ár.Farandbófar færa sig stað úr stað til að leggja undir sig nýjar lendur. Þeir stela öllu, sem hönd á festir. Þeir hafa engan hag af að stilla gripdeildunum í hóf, því að á morgun verða þeir komnir á annan stað að stela þar öllu, sem þeir komast yfir. Sviðin jörð borgar sig frá þeirra bæjardyrum séð. Olson leit svo á, að ribbaldinn, sem verður staðarbófi frekar en farandbófi, hafi hag af að hægja á illvirkjum sínum. Stjórnleysi farandabófanna vék smám saman fyrir einveldi staðarbófa samkvæmt þróunarkenningu Olsons um stjórnarfar. Það var að sínu leyti framför. Einræði víkur síðan fyrir lýðræði, þótt hægt gangi.Bófakenningin og farandveiðimennKenningin um staðarbófa og farandbófa hljómar vel, en hún haltrar. Stalín og Maó voru staðarbófar, en þeir voru hagblindir báðir tveir, og enginn þorði að segja þeim til. Þeir lögðu þungar byrðar á þegna sína og drápu þá í hrönnum, enda sigldi kommúnisminn í strand á báðum stöðum. Rússland og Kína eru nú markaðsbúskaparlönd að heita má, þótt Kínverski kommúnistaflokkurinn sitji enn að völdum í Kína og telji sig geta tengt fram hjá lýðræðinu. Genghis Khan, landsfaðir Mongólíu, var einn frægasti farandbófi allra tíma. Hann rændi, myrti og ruplaði, en innleiddi einnig ýmsar umbætur. Alþjóðaflugvöllurinn í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, ber nú nafn hans, og mynd hans prýðir mongólska peningaseðla.Bófakenning Olsons skýrir hættuna, sem fylgir því að selja útlendingum og öðrum eftirlitslausan aðgang að fiskimiðum. Hví skyldu farandveiðimenn ganga vel um annarra mið? Hví skyldu innlendir útvegsmenn ganga vel um miðin, ef þeir treysta því ekki að fá að veiða þar áfram í friði? Stjórnvöld í lýðræðisríki geta ekki veitt útvegsmönnum trúverðugan, varanlegan aðgang að þjóðareign, þar eð ný stjórnvöld hljóta að áskilja sér rétt til að marka nýja stefnu. Kvótahafar hafa því ævinlega hag af ofveiði og brottkasti hvað sem þeir segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Sjá meira
Um stjórnmál eru ævinlega skiptar skoðanir, svo sem liggur í hlutarins eðli. Sum atriði eru þó hafin yfir skynsamlegan ágreining í okkar samfélagi. Þannig er lýðræðisskipanin hafin yfir allan vafa. Um þetta sagði George Brown, utanríkisráðherra Bretlands 1966-68: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Lýðræði er æðra öðru stjórnskipulagi óháð því, hvort það skilar almenningi betri kjörum en til dæmis einræði, fáræði eða þjófræði (e. kleptocracy). Lýðræði er samt ekki alltaf samfelldur dans á rósum, segja sumir. Um þetta sagði Winston Churchill, forsætis-ráðherra Bretlands í stríðinu: „Lýðræði er versta stjórnskipulagið, nema allt hitt er enn verra." Lýðræði og hagsældEr lýðræði aflvaki almennrar hagsældar? Um þetta er deilt. Sumir benda á Kína og halda því fram, að einræðisstjórn Kínverska kommúnistaflokksins frá 1949 hefði ekki getað náð að skapa svo frjó skilyrði til örs hagvaxtar eftir 1978, hefði hún átt á hættu að missa völdin í lýðræðislegum kosningum. Aðrir benda á, að Kína sé undantekningin, sem sanni regluna, þá reglu, að lýðræðisríki búa þegnum sínum yfirleitt mun betri lífskjör en einræðislönd. Þetta stafar meðal annars af því, að lýðræði greiðir fyrir samfelldri endurnýjun á vettvangi stjórnmálanna og þá um leið í efnahagslífinu með því að auðvelda stjórnarskipti, þegar stjórnvöld bregðast vonum kjósenda. Þaulseta á valdastólum er sjaldgæf í lýðræðisríkjum og sums staðar beinlínis bönnuð með lögum. Þaulseta í óþökk almennings er þvert á móti algeng í einræðislöndum. Einræðisherrar bæla krafta og kæfa raddir, sem betra væri að virkja og hlusta á. Sviðin jörð: Borgar það sig?Einræði býður upp á óvelkomnar þaulsetur við völd, sem einræðisherrar og klíkur í kringum þá nota iðulega til að láta greipar sópa um eigur annarra. Einræðisherrar fara þó misilla með völd sín. Til að bregða birtu á ólík blæbrigði einræðis og ólíkt háttalag einvalda gerði bandaríski stjórnmálafræðingurinn Mancur Olson greinarmun á staðarbófum (e. stationary bandits) og farandbófum (e. roving bandits).Staðarbófar eru harðstjórar, sem halda kyrru fyrir á sínum stað og hafa því ekki hag af að stela öllu steini léttara, heldur skilja þeir eitthvað eftir, af því að þeir ætla sér að vera áfram á staðnum. Þeir stilla skattheimtu í hóf. Þeir leggja ekki þyngri skatt á fyrirtæki en sem nemur arðinum, sem reksturinn gefur af sér. Þeir slátra helzt ekki mjólkurkúnum. Þeir hegða sér eins og harðsvíruð einokunarfyrirtæki samkvæmt kenningu Olsons og reyna að ná sem mestum afrakstri af valdasetunni handa sér og sínum. Hagsýni kallar þá á framsýna forsjá, á sjálfbærar gripdeildir, sem hægt er að halda áfram ár eftir ár.Farandbófar færa sig stað úr stað til að leggja undir sig nýjar lendur. Þeir stela öllu, sem hönd á festir. Þeir hafa engan hag af að stilla gripdeildunum í hóf, því að á morgun verða þeir komnir á annan stað að stela þar öllu, sem þeir komast yfir. Sviðin jörð borgar sig frá þeirra bæjardyrum séð. Olson leit svo á, að ribbaldinn, sem verður staðarbófi frekar en farandbófi, hafi hag af að hægja á illvirkjum sínum. Stjórnleysi farandabófanna vék smám saman fyrir einveldi staðarbófa samkvæmt þróunarkenningu Olsons um stjórnarfar. Það var að sínu leyti framför. Einræði víkur síðan fyrir lýðræði, þótt hægt gangi.Bófakenningin og farandveiðimennKenningin um staðarbófa og farandbófa hljómar vel, en hún haltrar. Stalín og Maó voru staðarbófar, en þeir voru hagblindir báðir tveir, og enginn þorði að segja þeim til. Þeir lögðu þungar byrðar á þegna sína og drápu þá í hrönnum, enda sigldi kommúnisminn í strand á báðum stöðum. Rússland og Kína eru nú markaðsbúskaparlönd að heita má, þótt Kínverski kommúnistaflokkurinn sitji enn að völdum í Kína og telji sig geta tengt fram hjá lýðræðinu. Genghis Khan, landsfaðir Mongólíu, var einn frægasti farandbófi allra tíma. Hann rændi, myrti og ruplaði, en innleiddi einnig ýmsar umbætur. Alþjóðaflugvöllurinn í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, ber nú nafn hans, og mynd hans prýðir mongólska peningaseðla.Bófakenning Olsons skýrir hættuna, sem fylgir því að selja útlendingum og öðrum eftirlitslausan aðgang að fiskimiðum. Hví skyldu farandveiðimenn ganga vel um annarra mið? Hví skyldu innlendir útvegsmenn ganga vel um miðin, ef þeir treysta því ekki að fá að veiða þar áfram í friði? Stjórnvöld í lýðræðisríki geta ekki veitt útvegsmönnum trúverðugan, varanlegan aðgang að þjóðareign, þar eð ný stjórnvöld hljóta að áskilja sér rétt til að marka nýja stefnu. Kvótahafar hafa því ævinlega hag af ofveiði og brottkasti hvað sem þeir segja.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun