Innlent

Tamimi verður ekki Tamímí

Mannanafnanefnd hefur hafnað ósk um hægt verði að breyta rithætti ættarnafnsins Tamimi í Tamímí.

„Í lögum um mannanöfn eru engar beinar heimildir til að leyfa breyttan rithátt ættarnafna," bendir Mannanafnanefnd á í úrskurði sínum. Nefndin kveður slíka breytingu myndu verða leið framhjá banni við að taka upp nýtt ættarnafn hérlendis.

„Verður því ekki á slíka beiðni fallist nema fyrir henni sé bein heimild í lögum," segir nefndin.

Heimilt er að laga kenninafn sem dregið er af erlendu eiginnafni foreldris að íslensku máli en nefndin segir þá heimild ekki taka til ættarnafna. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×