Svala Björgvins bloggar um tísku 23. júní 2010 12:00 Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur úti skemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira