Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 13:52 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira