Fótbolti

Ronaldo orðinn safngripur - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Cristiano Ronaldo hefur nú bæst í hóp þeirra sem eiga sér nú eftirlíkingu á vaxmyndasafni Madame Tussauds

Það tók fjóra mánuði og kostaði tæplega 24 milljónir króna að gera vaxstyttuna en kappinn klæðist að sjálfsögðu landsliðsbúningi Portúgals enda HM í Suður-Afríku að hefjast á föstudaginn.

Á sama safni er einnig vaxstytta af enska landsliðsmanninum Steven Gerrard. Ronaldo þykir einn besti knattspyrnumaður heims og var keyptur frá Manchester United til Real Madrid fyrir metfé síðasta sumar.

Myndir af safngripnum má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×