Emil Hallfreðsson skoraði tvö mörk fyrir Hellas Verona sem vann 4-0 sigur á botnliði Paganese í ítölsku C-deildinni í kvöld. Verona komst upp úr fallsæti með þessum góða heimasigri.
Emil skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik, það fyrra kom með þrumuskoti af teig á 13. mínútu og það seinna með skoti eftir skyndisókn á 31. mínútu. Emil kom Verona í 1-0 og í 3-0 í leiknum en öll fjögur mörk liðsins komu á fyrstu 45 mínútum leiksins.
Emil hafði skorað 2 mörk í fyrstu 14 leikjum tímabilsins og tvöfaldaði því markaskor sitt í þessum leik.
Emil skoraði tvö mörk í stórsigri Verona í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti