Innlent

Nýr eigandi Já: Eitt sterkasta vörumerki á Íslandi

Sigríður Margrét Oddsdóttir verður áfram framkvæmdastjóri og hefur keypt hlut í félaginu.
Sigríður Margrét Oddsdóttir verður áfram framkvæmdastjóri og hefur keypt hlut í félaginu.
„Allir Íslendingar þekkja Já og fyrirtækið nýtur mikils trausts og tryggðar viðskiptavina sinna. Já er jafnframt eitt sterkasta vörumerki á Íslandi. Þetta teljum við að geri fyrirtækið að góðum fjárfestingarkosti. Okkur finnst það spennandi verkefni að vinna með starfsmönnum að því á næstu árum að veita sífellt betri þjónustu og ná enn meiri árangri í að veita fólki og fyrirtækjum áreiðanlegar og aðgengilegar upplýsingar með fjölbreyttum leiðum," segir Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Auðar 1 fjárfestingasjóðs. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Auður 1 hefði keypt Já af Skiptum.

Sigríður Margrét Oddsdóttir verður áfram framkvæmdastjóri Já og Katrín Olga Jóhannesdóttir verður stjórnarformaður félagsins. Þær hafa jafnframt keypt hlut í félaginu.

Sigríður Margrét segir þetta stór tímamót. „Félagið byggir á sterkum grunni og það er einlæg trú mín að nýir eigendur geri okkur kleift að halda áfram frábæru starfi, í góðu starfsumhverfi, með öflugu fólki. Ég bíð spennt eftir framtíðinni með mínu fólki."




Tengdar fréttir

Skipti selja Já

Skipti hf. hafa undirritað samning um sölu á Já upplýsingaveitum ehf. Í tilkynningu frá Skiptum segir að kaupandinn sé fyrirtæki í meirihlutaeigu Auðar 1 fagfjárfestasjóðs. Kaupverð er trúnaðarmál en söluhagnaður Skipta af viðskiptunum nemur 1,3 milljörðum króna. Greitt er fyrir hlutinn með reiðufé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×